Spurt og svarað
🔧 Um búnaðinn
Er erfitt að setja upp búnaðinn?
Nei! Allur búnaður hjá okkur er valinn með einfaldleika í huga. Hver sem er ætti að geta sett hann upp án sérfræðiþekkingar. Leiðbeiningar fylgja með þar sem það á við.
Fæ ég leiðbeiningar með búnaðinum?
Já, ef búnaðurinn þarfnast leiðbeininga þá fylgja þær alltaf með. Við erum líka fljót að svara ef eitthvað kemur upp.
🚚 Afhending og skil
Get ég fengið búnaðinn sendan heim?
Já, við bjóðum upp á sendingu gegn aukagjaldi. Sendingar eru aðeins í boði innan höfuðborgarsvæðisins. Þú getur valið sendingu í pöntunarferlinu.
Get ég sótt búnaðinn sjálfur/sjálf?
Já, og við hvetjum til þess! Búnaðurinn er sóttur í Klukkurima 4, 112 Reykjavík á tilteknum tímum sem koma fram í skilmálum.
Hvenær get ég sótt og skilað búnaði?
Almennt má sækja á virkum dögum milli 16:00–18:00 og á laugardögum milli 09:00–11:00. Skil fara fram á svipuðum tímum. Ef afhending eða skiladagur er sunnudagur, vinsamlegast hafðu samband til að ákveða tíma.
Við erum fjölskyldufyrirtæki og reynum að vera sveigjanleg – hafðu endilega samband ef þig vantar að breyta tímasetningu.
💳 Greiðslur
Hvernig greiði ég fyrir leiguna?
Þú færð greiðsluseðil í heimabanka við staðfestingu pöntunar. Ef þú vilt frekar millifæra, geturðu svarað staðfestingarpóstinum og við sendum þér nauðsynlegar upplýsingar.
Þarf ég að greiða strax þegar ég panta?
Nei, greiða þarf aðeins áður en búnaðurinn er sóttur eða sendur.
🕒 Leigutími og verð
Hver er leigutíminn?
Verðin á síðunni miðast við sólarhringsleigu. Ef þú vilt leigja lengur, greiðir þú 50% af leiguverði fyrir hvern auka dag. Ef þú vilt leigja í fjóra daga eða lengur, endilega hafðu samband – við gerum þér gott tilboð.
⚠️ Ábyrgð og skilaréttur
Hver ber ábyrgð á búnaðinum meðan á leigu stendur?
Þegar búnaðurinn er afhentur (hvort sem þú sækir hann eða hann er sendur) berð þú ábyrgð á honum. Ef eitthvað týnist eða skemmist þarft þú að bæta það.
Hvað ef ég skila ekki á réttum tíma?
Þá bætist við eitt sólarhrings leiguverð fyrir hvern dag sem líður umfram skiladag.
Þarf ég að þrífa búnaðinn áður en ég skila honum?
Já, vinsamlegast skilaðu hreinum búnaði. Annars getur bæst við þrifagjald sem er á bilinu 2.500–5.000 kr., eftir tegund búnaðar.
📞 Annað
Ég finn ekki svar við spurningunni minni – hvað geri ég?
Ekki hika við að hafa samband!
📧 Netfang: [email protected]
📞 Sími: 780-7600
Við svörum fljótt og erum hér til að hjálpa.