Um Okkur

Um EasyEvent

Tækjaleigan EasyEvent ehf. var stofnuð árið 2023 af tveimur vinum með það að markmiði að gera hágæða viðburðabúnað aðgengilegan og auðveldan í notkun. Við sérhæfum okkur í leigu á notendavænum búnaði sem hentar flestum tegundum viðburða – allt frá heimapartýum til stærri samkoma.

Lykilgildi okkar er einfaldleiki. Allur búnaður sem við bjóðum upp á er hannaður með það í huga að hver sem er geti sett hann upp án tæknilegrar sérþekkingar. Við bjóðum ekki upp á uppsetningu, en tryggjum að allt sé einfalt og skiljanlegt – og leiðbeiningar fylgja þar sem við á.

Starfsfólk EasyEvent býr yfir áratuga reynslu úr viðburðaiðnaðinum og skilur vel þær áskoranir sem geta fylgt undirbúningi og framkvæmd viðburða. Markmið okkar er að þú getir einbeitt þér að því að njóta viðburðarins – án þess að hafa áhyggjur af tæknimálum.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband – eða skoðaðu algengar spurningar og svör.