AX3 Ljós 8 stk

Description

Astera AX3 ljósin okkar eru nett, fjölhæf og ótrúlega kraftmikil þráðlaus LED ljós. Ljósin bjóða upp á flotta litablöndun sem hægt er að stjórna þráðlaust með einfaldri fjarstýringu eða með appi/ljósaborði fyrir lengra komna. Meðfærileg og nett hönnun AX3 ljósanna gera þau fullkomin fyrir alla viðburði. 

Góð rafhlöðu ending (6 - 20 klst eftir styrk) gerir það að verkum að ljósin geta verið staðsett nákvæmlega þar sem þú vilt hafa þau og því ekkert stress að finna innstungur eða fela snúrur. Fæturnir á ljósunum gera þér kleift að beina ljósin á þeim stað sem þú vilt hafa þau. Með því að setja lok á hleðslutengin gerir þú ljósin ip67 vottuð og er því einnig hægt að hafa þau utandyra.

Í einum pakka koma 8 ljós, fjarstýring og tvær gerðir af filterum á hvert ljós til að breyta ljósgeislunum eftir þörfum.

Erfiðleikastig búnaðar: Mjög auðvelt

Sjá myndband