Þráðlaust hljóðkerfi & hljóðnemi

Description

JBL EON One MK2 er öflugt og meðfærilegt hljóðkerfi sem hentar vel á stærri viðburði, allt að 100 manns.

Kerfið er 1500 wött og gengur fyrir rafhlöðu sem dugar í allt að 6 klst. – þú getur því notað það hvar sem er, án þess að þurfa að hafa rafmagn í boði. Ef viðburðurinn er lengri, er líka hægt að tengja það í samband.

Hljómgæðin eru mjög góð – kristaltær rödd og flottur botn sem ber vel um rýmið. Innbyggður er 6 rása mixer þar sem þú getur tengt hljóðnema, hljóðfæri og spilað tónlist í gegnum bluetooth eða snúru. Mixerinn er með einföldum effectum eins og reverb og delay.

Með kerfinu fylgir einn hljóðnemi og tengisnúra.

Ef þú vilt bæta við aukabúnaði:

👉 Þráðlaus hljóðnemi
👉 Leigðu hljóðnemastand
👉 Stýrðu kerfinu með iPad

Kerfið er létt og einfalt í flutningi – kemst í venjulegan bíl og tekur stuttan tíma að setja upp.

Hentar fyrir tónlist, ræður, kynningar og hvers kyns viðburði.
Erfiðleikastig: Auðvelt