Jarðarför streymi
Description
Við bjóðum upp á þjónustu þar sem þú getur sjálf/ur streymt útför á einfaldan og öruggan hátt með búnaði sem þú leigir hjá okkur.
Þú færð afhentan hágæða DJI Mic 3 hljóðnema, símastand, hleðslutæki og AC-framlengingarsnúru. Við sjáum um að setja upp bakendann á streymið – þar á meðal skilti með mynd af hinum látna, nafni, fæðingar- og dánardegi og tengil inn á streymið sjálft.
Þú notar þinn eigin síma og SIM-kort. Síminn þarf að vera 3 ára eða yngri, með USB-C tengi og keyra á iOS eða Android stýrikerfi.
Þegar búnaðurinn er afhentur færð þú leiðbeiningar þar sem fram kemur hvaða app þarf að sækja og hvernig það er sett upp. Eftir að appið hefur verið sett upp á símann þinn er haldinn stuttur símafundur þar sem við prófum streymið með þér og tryggjum að allt virki rétt.
Á sjálfum deginum þarftu aðeins að:
- Setja símann í símastandinn
- Tengja hljóðsendinn við símann
- Setja annan hljóðnema á prestinn og hinn nálægt tónlistaratriðunum
- Hefja streymið frá símanum hálftíma áður en athöfnin byrjar
- Slökkva á streyminum að útför lokinni
Við fylgjumst með og kveikjum á streyminu korteri áður en útförin hefst. Streyminu lýkur þegar þú slekkur á því úr símanum þínum.
Þegar pöntunin liggur fyrir er gott að senda okkur mynd af hinum látna, fæðingar- og dánardag, og upplýsingar um hvar og hvenær útförin fer fram á netfangið [email protected].