Hljóðkerfi 70-150 manns

Description

Hljóðkerfi 70–150 manns byggir á öfluga JBL PRX ONE hátalaranum, sem hentar frábærlega fyrir veislur, tónlistaratriði og fundi. Kerfið er mjög auðvelt í notkun og hentar hverjum sem er, óháð reynslu.

Það hentar fyrir allt að 150 manns þegar verið er að dansa, en nær allt að 200 manns í rólegra umhverfi.

Með pakkanum fylgja:

  • 2 hljóðnemar
  • 2 x 10 metra XLR kaplar
  • 2 hljóðnemastandar

Þú getur tengt iPad við kerfið til að stýra hljóðinu með einföldu appi – sem gerir mixið þægilegt og sveigjanlegt. Kerfið virkar einnig mjög vel með Partýljósunum, þannig að bæði hljóð og stemning haldast í takt.