JBL PRX ONE
Description
JBL PRX ONE er öflugt hljóðkerfi sem hentar frábærlega fyrir veislur, tónlistaratriði og stóra fundi. Það er mjög auðvelt í notkun og hentar hverjum sem er, óháð því hvort viðkomandi hefur reynslu af hljóðbúnaði eða ekki.
Kerfið hentar fyrir allt að 150 manns þegar verið er að dansa, en nær allt að 200 manns í rólegra umhverfi.
Þú getur tengt iPad við kerfið til að stýra hljóðinu með einföldu appi – sem gerir mixið þægilegt og sveigjanlegt. PRX ONE virkar líka mjög vel með Partýljósunum, þannig að bæði hljóð og stemning haldast í takt.